Innlent

Reyndum að gera það sem hægt var

Við reyndum að gera það sem hægt var eru viðbrögð Geirs H. Haarde forsætisráðherra um tilboð Landsbankans til að sameinast Glitni með fjárframlagi frá ríkinu - daginn áður en ríkið keypti meirihluta í Glitni.

Við sögðum frá tilboðunum tveimur í fréttum Stöðvar 2 og fréttaskýringaþættinum Kompási í gærkvöldi. Í síðara tilboðinu bauð Landsbankinn ríkinu fjörutíu prósenta eignarhlut í nýjum sameinuðum banka Landsbankans, Glitnis og Straums gegn 200 milljarða króna hlutafé.

Aðspurður af hverju tilboðið hefði ekki verið rætt sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að málið væri of flókið til að rekja í stuttu sjónvarpsviðtali. Menn hefðu reynt það sem þeir gátu en aðalavandinn hefði verið sá að íslensku bankarnir hefðu allir verið í lausafjárvanda og hvort rétt skref hefðu verið tekin mætti alltaf spyrja sig. Það hefði blasað við að Glitnir gæti ekki staðið í skilum af láni 15. október og ljóst hefði verið að aðrir bankar hefðu orðið fyrir áhrifum af því.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×