Innlent

VW Tiguan bíll ársins 2009

Marinó G. Björnsson, sölustjóri Heklu, með Stálstýrið. VW Tiguan er Bíll ársins 2009.
Marinó G. Björnsson, sölustjóri Heklu, með Stálstýrið. VW Tiguan er Bíll ársins 2009.

Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, stóð í fimmta sinn fyrir vali á Bíl ársins. Tilkynnt var í dag, fimmtudag, að Volkswagen Tiguan hefði orðið fyrir valinu að þessu sinni. Í umsögn dómnefndarinnar sagði m.a. að "VW Tiguan er yfirburðabíll og ekki aðeins í samanburði við aðra jepplinga. Hann er eins og hugur manns og hyggilegur hvernig sem á er litið. Traustvekjandi bíll í sívaxandi flokki jepplinga og býður upp á skemmtilegar tækninýjungar."

Tiguan bar sigurorð af tólf öðrum bílum sem innbyrðis kepptu í fjórum stærðarflokkum. Sæmdarheitinu Bíll ársins 2009 fylgir Stálstýrið sem er farandgripur.

Sigurvegari í flokki smábíla varð Mazda2, Ford Focus í flokki millistærðarbíla og Honda Accord í flokki stærri fjölskyldubíla. Bakhjarlar valsins eru Skeljungur og Frumherji.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×