Innlent

Fundu fíkniefni á Akureyri

Lögreglan á Akureyri handtók í gærkvöldi tvo karlmenn á þrítugsaldri vegna gruns um fíkniefnamisferli og reyndust þeir hafa smáræði af kannabisefni í fórum sínum.

Í framhaldinu var gerð húsleit í tveimur íbúðum og þá var þriðji karlmaðurinn einnig á þrítugsaldri handtekinn.

Lögreglan lagði hald á samtals 18 grömm af kannabisefnum og 13 grömm af amfetamíni.

Að auki er einn þremenninganna grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Þeim var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×