Innlent

Einstaklingum á vanskilaskrá fjölgar verulega á milli mánaða

Á árinu 2008 hafa alvarleg vanskil einstaklinga aukist mjög hratt og á fyrstu níu mánuðum ársins er fjöldi nýskráðra einstaklinga á vanskilaskrá um það bil sá sami og allt árið 2007. Þetta kemur fram í upplýsingum frá fyrirtækinu Lánstraust, sem heldur utan um þessar skráningar á Íslandi.

Þar segir að á tólf mánaða tímabili árið 2007 hafi 3.348 einstaklingar 18 ára og eldri bæst við á vanskilaskrá. Þetta geri að meðaltali 279 einstaklinga á mánuði. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2008 hafi bæst við 3.316 einstaklingar 18 ára og eldri á vanskilaskrá. Þetta geri að meðaltali 368 einstaklinga á mánuði sem samsvari ríflega 30% aukningu frá fyrra ári.

Á síðustu árum hafi það sýnt sig að ef verulega áhrifaríkar aðgerðir í samfélaginu verði til þess að greiðslubyrði einstaklinga lækki verulega, geti fækkun einstaklinga á vanskilaskrá einnig orðið mjög hröð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×