Innlent

Björn Bjarnason vill sérstakan saksóknara

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um sérstakan saksóknara vegna rannsóknar á bankahruninu. Það er að tillögu Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara, segir Björn á heimasíðu sinni, en bæði hann og Bogi Nílsson fyrrverandi ríkissaksóknari eru hættir frekari athugunum, sem gengu út á að kanna umfang bankahrunsins, sem kynni að koma inn á borð ákæruvaldsins, en ekki að kanna einstök mál.

Auk þess að sérstakur saksóknari verði skipaður, leggur Valtýr til við Björn Bjarnason að erlendir sérfærðingar verði kvaddir að rannsókninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×