Fótbolti

Lehmann ekki hrifinn af EM boltanum

NordcPhotos/GettyImages

Jens Lehmann, landsliðsmarkvörður Þjóðverja, segist eiga erfitt með að venjast boltanum sem notaður verður á EM. Lehmann var gagnrýndur nokkuð fyrir mörkin tvö sem hann fékk á sig gegn Hvít-Rússum á þriðjudagskvöldið.

Lehmann hefur annars ekki spilað mikið á leiktíðinni og sumir vilja meina að hann sé hreint ekki kominn í nógu góða leikæfingu. Hann sagðist ekki hrifinn af nýja boltanum í samtali við Kicker.

"Boltinn er erfiður. Ég hef aðeins notað hann á æfingum í nokkra daga og í leiknum við Hvít-Rússa ætlaði ég að grípa hann, en náði bara ekki taki á honum. Ég vona að ég verði ferskari á næstu dögum og fái margar skotæfingar svo ég geti vanist boltanum," sagði Lehmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×