Innlent

Skoðanamunur Þorgerðar og Geirs

Geir og Þorgerður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vorið 2007.
Geir og Þorgerður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vorið 2007.

,,Það vekur athygli að tvisvar sinnum á stuttum tíma kemur fram þónokkuð mikill áherslumunur hjá Geir og Þorgerði og þá er ég tala um afstöðu þeirra til stýrivaxtahækkunarinnar og í Evrópumálum," segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, aðspurður um ólíka afstöðu ráðherra Sjálfstæðisflokksins til stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti í 18%, vera afar óheppilega. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur sagt að ákvörðun Seðlabankans sé viðkvæm en jafnframt nauðsynleg.

Þá hefur Þorgerður sagt að skoða eigi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evrunnar. Geir hefur ekki talað í þá veru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×