Innlent

Margir missa vinnuna um næstu mánaðamót

Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar.
Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar.

Margir þeirra iðnaðarmanna sem hafa fengið uppsagnarbréf munu missa vinnuna um næstu mánaðamót, segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. Hann bendir á að flestir þeirra sem hafi verið sagt upp vinnu hafi haft uppsagnafrest sem renni út þá og svo muni fólk missa störf allt fram til mánaðamóta janúar/febrúar.

Þorbjörn segir að ekki hafi verið skráð hversu margir félagsmenn í Samiðn hafi misst vinnu en hann segir að sig gruni að hlutfall sé lægra á meðal faglærðra heldur en ófaglærðra. Þá sé jafnframt ljóst að margir erlendir starfsmenn hafi horfið á braut og það hafi skapað svigrúm fyrir Íslendinga.

Samiðn greindi frá því í morgun að norska ráðningafyritækið Jobbia hafi haft samband við sambandið með það fyrir augum að bjóða Íslendingum störf í Noregi. Fram kemur á vef Samiðnar að fulltrúar frá ráðningarfyrirtækinu komi því hingað til lands og muni halda kynningarfund í húsnæði Samiðnar að Borgartúni á fimmtudaginn. Þorbjörn segir að hingað til hafi Norðmenn verið tregir á að gefa vonir um að þar í landi geti fengist vinna fyrir mikinn fjölda en fróðlegt yrði að sjá hvað fundurinn á fimmtudag myndi leiða í ljós.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×