Innlent

Starfsmenn Össurar fengu 100.000 króna launabónus

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar hf.
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar hf.

Allir starfsmenn stoðtækjaframleiðandans Össurar hf á Íslandi, um 250 talsins, fengu 100.000 króna launabónus frá fyrirtækinu í dag. Fréttir af niðurskurði og launalækkunum í fjölmörgum fyrirtækjum hafa borist að undanförnu en góð afkoma Össurar er ein helsta ástæða fyrir bónusgreiðslunni.

Hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa árs nam tæpum fjórtán milljónum dollara, eða rúmlega 1,5 milljörðum króna.

Fyrirtækið vill standa við bakið á sínum starfsmönnum í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×