Innlent

Svíar í för með norsku sendinefndinni

MYND/Pjetur

Von er á norsku sendinefndinni, sem hyggst skoða hvort Norðmenn geti veitt Íslendingum aðstoð, með flugi um miðjan dag í dag.

Fram kemur á vef norska fjármálaráðuneytisins að norskum fulltrúum hafi verið falið að skoða ástand íslensk efnahagslífs og meta þörfina fyrir aðstoð. Fyrir nefndinni fer háttsettur fulltrúi norska fjármálaráðuneytisins. Í henni eru einnig fulltrúar frá forsætis- og utanríkisráðuneytinu og norska seðlabankanum.

Norðmenn buðu fulltrúum annarra Norðurlanda að taka sæti í sendinefndinni og senda Svíar fulltrúa frá sænska fjármálaráðuneytinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×