Ósáttir iðnaðarmenn rífa niður verðmæti úr björgunarmiðstöð Breki Logason skrifar 25. nóvember 2008 11:29 Sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn skoða aðstöðuna í vor. Nokkuð hefur gustað í kringum opnun á nýrri björgunarmiðstöð á Selfossi sem upphaflega átti að opna 17. júní í sumar. Framkvæmdir stöðvuðust í kjölfar þess að verktakar fengu ekki greitt en fljótlega var ákveðið að halda áfram og samningar voru gerðir við bankann. Nú hefur hins vegar komið í ljós að þeir samningar ganga ekki eftir. Verktakar mættu í morgun og byrjuðu að hirða verðmæti úr húsinu. Ljós voru skrúfuð niður og miðstöðin hefur verið fjarlægð úr húsinu. „Já að mörgu leyti skil ég þá. Þeir fá ekki borgað og reyna því að bjarga því sem þeir telja vera sín verðmæti," segir Ingvar Guðmundsson, formaður Björgunarfélags Árborgar. Björgunarfélagið, Heilbrigðisstofnun Suðurlands með sjúkraflutninga sína og Brunavarnir Árnessýslu með slökkviliðið á Selfossi var ætlað pláss í nýja húsinu. „Þetta átti að vera klárt í sumar en stoppaði. Með heljarmiklu átaki voru síðan gerðir samningar við bankann um hvað þetta mætti kosta, og stóð bankinn á bak við það. Svo þegar átti að fara gera upp það sem á milli stóð treysti bankinn sér ekki í skuldbindingar sínar, því gátum við ekki klárað að gera upp við verktakana," segir Ingvar. Um 2/3 hluti hússins er þegar tilbúinn að undanskildum steypta hluta hússins sem enn á eftir að klæða. „Nú er hins vegar búið að skrúfa niður ljós og brunaviðvörunarkerfið. Mér sýndist líka að stór hluti miðstöðvarinnar sé horfinn. Það verður því ekkert hægt að flytja þarna inn." Ingvar segir að unnið hafi verið að lausn á málinu síðustu daga og meðal annars hafi verið rætt um yfirtöku Brunavarna Árnessýslu á húsinu þar sem opinberir aðilar hafi m.a aðgang að ódýrari lánsfé. „Fundur með þessum aðilum var haldinn í gærkvöldi og þar fór eitthvað á milli manna sem gerði það að verkum að verktakar mættu þarna klukkan átta í morgun og byrjuðu að skrúfa niður," segir Ingvar að lokum. Horfinn vaskurPakkað samanPípararnir fjölmenntu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Nokkuð hefur gustað í kringum opnun á nýrri björgunarmiðstöð á Selfossi sem upphaflega átti að opna 17. júní í sumar. Framkvæmdir stöðvuðust í kjölfar þess að verktakar fengu ekki greitt en fljótlega var ákveðið að halda áfram og samningar voru gerðir við bankann. Nú hefur hins vegar komið í ljós að þeir samningar ganga ekki eftir. Verktakar mættu í morgun og byrjuðu að hirða verðmæti úr húsinu. Ljós voru skrúfuð niður og miðstöðin hefur verið fjarlægð úr húsinu. „Já að mörgu leyti skil ég þá. Þeir fá ekki borgað og reyna því að bjarga því sem þeir telja vera sín verðmæti," segir Ingvar Guðmundsson, formaður Björgunarfélags Árborgar. Björgunarfélagið, Heilbrigðisstofnun Suðurlands með sjúkraflutninga sína og Brunavarnir Árnessýslu með slökkviliðið á Selfossi var ætlað pláss í nýja húsinu. „Þetta átti að vera klárt í sumar en stoppaði. Með heljarmiklu átaki voru síðan gerðir samningar við bankann um hvað þetta mætti kosta, og stóð bankinn á bak við það. Svo þegar átti að fara gera upp það sem á milli stóð treysti bankinn sér ekki í skuldbindingar sínar, því gátum við ekki klárað að gera upp við verktakana," segir Ingvar. Um 2/3 hluti hússins er þegar tilbúinn að undanskildum steypta hluta hússins sem enn á eftir að klæða. „Nú er hins vegar búið að skrúfa niður ljós og brunaviðvörunarkerfið. Mér sýndist líka að stór hluti miðstöðvarinnar sé horfinn. Það verður því ekkert hægt að flytja þarna inn." Ingvar segir að unnið hafi verið að lausn á málinu síðustu daga og meðal annars hafi verið rætt um yfirtöku Brunavarna Árnessýslu á húsinu þar sem opinberir aðilar hafi m.a aðgang að ódýrari lánsfé. „Fundur með þessum aðilum var haldinn í gærkvöldi og þar fór eitthvað á milli manna sem gerði það að verkum að verktakar mættu þarna klukkan átta í morgun og byrjuðu að skrúfa niður," segir Ingvar að lokum. Horfinn vaskurPakkað samanPípararnir fjölmenntu
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira