Innlent

Skíðasvæðið á Siglufirði opið í dag

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opnað í dag klukkan ellefu og verður opið til klukkan fimm.

Opnunin er óvenjusnemma ársins því yfirleitt er skíðasvæðið ekki tilbúið fyrr en í desember. Í tilefni dagsins verður frítt í lyfturnar á svæðinu. Veður er með afbrigðum gott á Siglufirði til skíðaiðkunnar, logn og tvegja stiga hiti.

Á morgun verður svæðið svo opnað klukkan fjögur síðdegis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×