Innlent

Ætlaði að selja kannabis í Eyjum

MYND/GVA

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til að greiða 350 þúsund króna sekt fyrir að hafa haft í fórum sínum nærri 80 grömm af kannabisefnum.

Lögregla stöðvaði hann við komu Herjólfs til Vestmannaeyja í júlí í sumar og fundust efnin þá í járnkassa í ferðatösku mannsins. Efnin hugðist maðurinn selja í Vestmannaeyjum. Maðurinn játaði á sig brotið en hann hafði tvisvar áður verið gripinn fyrir fíkniefnabrot.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×