Björgólfur: KR og West Ham bæði stórveldi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2008 19:52 Björgólfur Guðmundsson, eigandi West Ham og KR-ingur. Mynd/E. Stefán Það var létt yfir Björgólfi Guðmundssyni þegar Vísir náði tali af honum í dag í tengslum við kynningarfund um Landsbankadeildir karla og kvenna. Björgólfur er eins og alkunnugt er mikill KR-ingur en hann er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Hann var á fundinum í dag sem formaður bankaráðs Landsbankans en hann talaði þó sem KR-ingur við Vísi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun í upphafi mótsins og við erum alltaf góðir áður en mótið hefst. Það er eins núna, ég geri mér miklar vonir en er þó öllu vanur. Ég vonast þó til að þeir spili skemmtilega knattspyrnu og það er það eina sem ég bið þá um að gera." Hann getur þó ekki neitað því að það sé krafa um titil í ár eins og öll ár í Vesturbænum. „Það fylgir. Ég er bara mjög hógvær í dag. En auðvitað gerum við okkur vonir um titil en það eru bara svo mörg góð lið í deildinni í ár. Þetta kemur fljótlega í ljós enda skiptir miklu máli hvernig liðin byrja." Björgólfur sagði á fundinum í dag að það væri mikil ánægja meðal starfsmanna Landsbankans um samstarfið við KSÍ um Landsbankadeildir karla og kvenna. Sagði hann að þetta væri stærsta einstaka markaðsverkefnið sem eitt íslenskt fyrirtæki tæki sér fyrir hendur á hverju ári. „Við erum mjög ánægðir," sagði Björgólfur enda Landsbankanafnið nánast orðið samofið Íslandsmóti karla í efstu deild. „Þó svo að við hættum þá skiptir engu máli hver tekur við - þetta er alltaf Landsbankadeildin hér eftir," sagði hann í léttum dúr. „En við höfum gaman af þessu og teljum að þetta skili sér í því sem við erum að leita eftir í markaðssetningunni. Ég held að við séum í þessum af heilum hug, af því að við elskum knattspyrnu. Það skiptir öllu máli." Spurður hvort hann væri meiri West Ham-maður eða KR-ingur þurfti hann að hugsa sig um en sagði svo að það væri „eiginlega sama hvort stórveldið það er." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Það var létt yfir Björgólfi Guðmundssyni þegar Vísir náði tali af honum í dag í tengslum við kynningarfund um Landsbankadeildir karla og kvenna. Björgólfur er eins og alkunnugt er mikill KR-ingur en hann er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Hann var á fundinum í dag sem formaður bankaráðs Landsbankans en hann talaði þó sem KR-ingur við Vísi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun í upphafi mótsins og við erum alltaf góðir áður en mótið hefst. Það er eins núna, ég geri mér miklar vonir en er þó öllu vanur. Ég vonast þó til að þeir spili skemmtilega knattspyrnu og það er það eina sem ég bið þá um að gera." Hann getur þó ekki neitað því að það sé krafa um titil í ár eins og öll ár í Vesturbænum. „Það fylgir. Ég er bara mjög hógvær í dag. En auðvitað gerum við okkur vonir um titil en það eru bara svo mörg góð lið í deildinni í ár. Þetta kemur fljótlega í ljós enda skiptir miklu máli hvernig liðin byrja." Björgólfur sagði á fundinum í dag að það væri mikil ánægja meðal starfsmanna Landsbankans um samstarfið við KSÍ um Landsbankadeildir karla og kvenna. Sagði hann að þetta væri stærsta einstaka markaðsverkefnið sem eitt íslenskt fyrirtæki tæki sér fyrir hendur á hverju ári. „Við erum mjög ánægðir," sagði Björgólfur enda Landsbankanafnið nánast orðið samofið Íslandsmóti karla í efstu deild. „Þó svo að við hættum þá skiptir engu máli hver tekur við - þetta er alltaf Landsbankadeildin hér eftir," sagði hann í léttum dúr. „En við höfum gaman af þessu og teljum að þetta skili sér í því sem við erum að leita eftir í markaðssetningunni. Ég held að við séum í þessum af heilum hug, af því að við elskum knattspyrnu. Það skiptir öllu máli." Spurður hvort hann væri meiri West Ham-maður eða KR-ingur þurfti hann að hugsa sig um en sagði svo að það væri „eiginlega sama hvort stórveldið það er."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira