Enski boltinn

Duff tryggði Newcastle sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Kinnear gat leyft sér að fagna góðum sigri í dag.
Joe Kinnear gat leyft sér að fagna góðum sigri í dag. Nordic Photos / Getty Images
Newcastle fagnaði í dag dýrmætum sigri á Tottenham í baráttu tveggja liða sem hafa átt afar erfitt uppdráttar á þessu tímabili.

Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum.

Það var Damien Duff sem tryggði Newcastle sigur eftir að hann kom inn á sem varamaður. Með sigrinum lyfti Newcastle sér upp í miðja deild.

Duff átti afar laglegan samleik við Mark Viduka og setti boltann framhjá Heurelho Gomes í marki Tottenham.

Charles N'Zogbia hafði komið Newcastle yfir eftir að hann fékk langa sendingu frá Shay Given markverði og skoraði með góðu skoti.

En Luka Modric jafnaði metin eftir fínan undirbúning Michael Dawson.

Newcastle vann þar með sinn annan leik í röð og er nú ósigrað í síðustu sex leikjum sínum. Liðið er nú fjórum stigum frá fallsvæði deildarinnar.

Tottenham er nú í sextánda sæti deildarinnar með nítján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×