Íslenski boltinn

Boltavaktin á öllum leikjum dagsins

Elvar Geir Magnússon skrifar

Fjórir leikir verða í Landsbankadeild karla í dag en þeir hefjast allir klukkan 16:00 og verða í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Miðstöð Boltavaktarinnar safnar saman öllum helstu upplýsingunum úr öllum leikjunum fimm og birtir jafnóðum á sama staðnum. Á henni má einnig komast inn á Boltavakt hvers leiks.

Slóð Miðstöðvarinnar er visir.is/boltavakt.

Botnlið HK mætir í Laugardalinn og leikur gegn Þrótti, Reykjavíkurliðin KR og Fylkir eigast við í Árbænum, ÍA og Valur eigast við á Skaganum og þá verður grannaslagur suður með sjó þar sem Grindavík og Keflavík eigast við.

Leikur Grindavíkur og Keflavíkur verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Smelltu hér til að komast á miðstöð Boltavaktarinnar.

Þróttur - HK

KR - Fylkir

ÍA - Valur

Grindavík - Keflavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×