Haustbrautskráning kandídata frá Háskóla Íslands, fer fram í Háskólabíói á morgun, laugardaginn 25. október. Háskólahátíð hefst klukkan eitt eftir hádegi en henni lýkur um klukkan þrjú.
Brautskráðir kandídatar verða 448 frá eftirfarandi deildum og sviðum: Guðfræðideild, Læknadeild, Lagadeild, Viðskipta- og hagfræðideild, Hugvísindadeild, Verkfræðideild, Raunvísindadeild, Félagsvísindadeild, Lyfjafræðideild, Hjúkrunarfræðideild og frá Menntavísindasviði.
Lýst verður kjöri þriggja heiðursdoktora frá Háskóla Íslands á hátíðinni. Það eru þeir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal, frá Lagadeild og Søren Langvad frá Verkfræðideild.
HÍ brautskráir um 450 stúdenta á morgun
