Fjöldi útkalla vegna fárviðris í nótt 24. október 2008 07:08 Hátt í 200 björgunarsveitarmenn allt frá norðanverðum Vestfjörðum og suður á Reykjanes sinntu fjölda útkalla vegna fárviðris, frá því snemma í gærkvöldi og fram undir klukkan fimm í morgun. Þrátt fyrir hættulegar aðstæður sakaði engan og hvergi varð stórtjón, þótt litlu hafi mátt muna í sumum tilvikum , en víða varð minni háttar tjón vegna foks. Trampólín fuku víða og lentu á bílum og húsum, þakplötur fuku víða, vinnupallar hrundu, rúður brotnuðu í húsum og þakkantar losnuðu. Flotbryggja, sem tuttugu smábátar lágu við í Hafnarfjarðarhöfn, var við að að slitna frá og reka út á höfnina og á aðra bryggju, en með mikilli aðgerð, þar sem meðal annars var notast við dráttarbáta og kranabíla, tókst að hemja bryggjuna og koma í veg fyrir stórtjón. Í Reykjanesbæ fauk bílskúrshurð inn í bílskúrinn í heilu lagi þannig að vindurinn stóð inn og var við það að feykja þakinu af skúrnum, en björgunarsveitarmönnum tókst að hemja þakið og negla fyrir dyraopið. Mannlaus togari slitnaði frá bryggju í Kópavogi og rak upp í grjótgarð hinum megin í höfninni. Óljóst er með skemmdir og ekki verður reynt að ná honum aftur á flot fyrr en veður lægir. Minnstu munaði að bátar losnuðu frá bryggju í Súðavík, en björgunarsveitarmönnum tókst að hemja þá, svo eitthvað sé nefnt. Veginum um Hellisheiði og Þrengsli var lokað um miðnætti þar sem óveður geisaði og margir ökumenn höfðu ýmist misst bíla sína út af vegunum eða sátu fastir í snjó. Björgunarsveitir af Suðurlandi aðstoðuðu fólk til byggða og varð engum meint af. Kyrrstæður rútubíll fauk meðal annars þversum í Svínahrauni og lenti utan í vegriði. Vegirnir voru ekki opnaðir aftur fyrr en undir klukkan sjö, enda þurfti að fjarlægja marga bíla, sem höfðu verið yfirgefnir. Viðbúnaðarstigi var lýst á norðanverðum Vestfjörðum í gær þar sem óttast var að snjóflóð kynnu að falla á vegi þar. Súðavíkurhlíð var lokað í nótt vegna þessa en ekki hafa borist fregnir af snjóflóðum og engin hús voru rýmd. Þar gekk veður niður um miðnætti en aftur fór að hvessa undir klukkan sex í morgun. Engin skip eru á sjó vestur af landinu, nema þá í vari, og er ekki vitað til að neitt skip hafi lent í vandræðum. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Hátt í 200 björgunarsveitarmenn allt frá norðanverðum Vestfjörðum og suður á Reykjanes sinntu fjölda útkalla vegna fárviðris, frá því snemma í gærkvöldi og fram undir klukkan fimm í morgun. Þrátt fyrir hættulegar aðstæður sakaði engan og hvergi varð stórtjón, þótt litlu hafi mátt muna í sumum tilvikum , en víða varð minni háttar tjón vegna foks. Trampólín fuku víða og lentu á bílum og húsum, þakplötur fuku víða, vinnupallar hrundu, rúður brotnuðu í húsum og þakkantar losnuðu. Flotbryggja, sem tuttugu smábátar lágu við í Hafnarfjarðarhöfn, var við að að slitna frá og reka út á höfnina og á aðra bryggju, en með mikilli aðgerð, þar sem meðal annars var notast við dráttarbáta og kranabíla, tókst að hemja bryggjuna og koma í veg fyrir stórtjón. Í Reykjanesbæ fauk bílskúrshurð inn í bílskúrinn í heilu lagi þannig að vindurinn stóð inn og var við það að feykja þakinu af skúrnum, en björgunarsveitarmönnum tókst að hemja þakið og negla fyrir dyraopið. Mannlaus togari slitnaði frá bryggju í Kópavogi og rak upp í grjótgarð hinum megin í höfninni. Óljóst er með skemmdir og ekki verður reynt að ná honum aftur á flot fyrr en veður lægir. Minnstu munaði að bátar losnuðu frá bryggju í Súðavík, en björgunarsveitarmönnum tókst að hemja þá, svo eitthvað sé nefnt. Veginum um Hellisheiði og Þrengsli var lokað um miðnætti þar sem óveður geisaði og margir ökumenn höfðu ýmist misst bíla sína út af vegunum eða sátu fastir í snjó. Björgunarsveitir af Suðurlandi aðstoðuðu fólk til byggða og varð engum meint af. Kyrrstæður rútubíll fauk meðal annars þversum í Svínahrauni og lenti utan í vegriði. Vegirnir voru ekki opnaðir aftur fyrr en undir klukkan sjö, enda þurfti að fjarlægja marga bíla, sem höfðu verið yfirgefnir. Viðbúnaðarstigi var lýst á norðanverðum Vestfjörðum í gær þar sem óttast var að snjóflóð kynnu að falla á vegi þar. Súðavíkurhlíð var lokað í nótt vegna þessa en ekki hafa borist fregnir af snjóflóðum og engin hús voru rýmd. Þar gekk veður niður um miðnætti en aftur fór að hvessa undir klukkan sex í morgun. Engin skip eru á sjó vestur af landinu, nema þá í vari, og er ekki vitað til að neitt skip hafi lent í vandræðum.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira