Innlent

Andlit Annþórs verður á húsi Listasafns Reykjavíkur

Andliti handrukkarans Annþórs Kristjáns Karlssonar verður varpað á hús Listasafns Reykjavíkur. Annþór er ásamt fleirum þáttakandi í myndlistarsýningunni „Allir gera sem þeir geta" sem sýnd hefur verið í Listasafninu undanfarnar vikur.

Listamennirnir á bakvið sýningunnar heita Ólafur Ólafson og Líbía Castro. Þau hafa undanfarið tekið viðtöl við fólk úr öllum stigum samfélagsins með það að markmiði að draga upp mynd af félagslegu og menningarlegu samhengi Íslands eins og listamennirnir orða það. Viðtölin eru svo sýnd á skjá í Listasafni Reykjavíkur og verður einnig varpað á á húsveggi í hverfum borgarinnar .

Á meðal þeirra sem Ólafur og Líbía hafa rætt við eru heimspekingar, hagfræðingar og handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson. Annþór Karlsson er líklega einn þekkasti ofbeldismaður Íslands en þetta er í fyrsta sinn sem hann veitir viðtal um langan afbrotaferil sinn. Hann afplánar nú 5 ára dóm fyrir fíkniefnainnflutning en hann ræddi á opinskáan hátt um fortíð sína og framtíð við Ólaf og Líbíu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×