Afskrifuðu 50 milljarða skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings 3. nóvember 2008 18:30 Skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings vegna hlutabréfakaupa í bankanum voru afskrifaðar skömmu fyrir þjóðnýtingu bankans. Upphæðin sem um ræðir eru fimmtíu milljarðar króna. Sögusagnir grassera í ástandi eins og nú ríkir á Íslandi. Ein er sú að æðstu stjórnendur fyrrverandi útrásarbankanna, sem tóku himinhá lán til að kaupa hluti í bönkunum, hafi fengið lán sín felld niður til að forða þeim frá gjaldþroti. Tölvupóstur hefur farið eins og eldur í sinu manna á milli um að yfirmaður áhættustýringar Kaupþings hafi tapað tveimur milljörðum og að allar skuldir hans hafi verið hreinsaðar, sem og fjölda annarra bankastarfsmanna. Þar segir jafnframt að Fjármálaeftirlitið og ráðamenn hafi rökstutt niðurfellingu skuldanna með því að ómögulegt yrði annars að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum, því þar mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa. Fréttastofa kannaði í dag hvað væri hæft í þessum orðrómi sem hefur vakið gríðarlega reiði hjá almenningi. Og hann virðist ekki úr lausu lofti gripinn. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að stjórn Kaupþings hafi skömmu fyrir þjóðnýtingu bankans ákveðið að fella niður skuldir æðstu stjórnenda, lán sem viðkomandi einstaklingar höfðu tekið til að fjármagna kaup á bréfum í bankanum. Það er á huldu hversu margir fengu þessa lúxusmeðferð, að skuldum þeirra hafi verið sópað út af borðinu, en talið er að þeir hlaupi á tugum. Gríðarlegar fjárhæðir munu hafa verið felldar niður með þessum hætti, og samkvæmt heimildum fréttastofu munu endurskoðendur bankanna hafa rekið augun í að þarna væri maðkur í mysunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki útilokað að mál verði höfðað gegn stjórn gamla Kaupþings til að ógilda niðurfellingu skuldanna. Forstjóri Fjármálaeftirlitstins vildi ekki koma í viðtal vegna þessa máls, en í tölvupósti frá eftirlitinu kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi ekki sérstaklega samþykkt niðurfellingu krafna sem tengjast lánveitingum til starfsmanna bankanna. Fréttastofa hefur í dag reynt að ná í fyrrum og núverandi stjórnendur hjá Kaupþingi. Tveir núverandi forstöðumenn hjá bankanum staðfestu að þeir hefðu tekið lán til að kaupa hlut í bankanum. Báðir neituðu því að lán þeirra hefðu verið felld niður. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings vegna hlutabréfakaupa í bankanum voru afskrifaðar skömmu fyrir þjóðnýtingu bankans. Upphæðin sem um ræðir eru fimmtíu milljarðar króna. Sögusagnir grassera í ástandi eins og nú ríkir á Íslandi. Ein er sú að æðstu stjórnendur fyrrverandi útrásarbankanna, sem tóku himinhá lán til að kaupa hluti í bönkunum, hafi fengið lán sín felld niður til að forða þeim frá gjaldþroti. Tölvupóstur hefur farið eins og eldur í sinu manna á milli um að yfirmaður áhættustýringar Kaupþings hafi tapað tveimur milljörðum og að allar skuldir hans hafi verið hreinsaðar, sem og fjölda annarra bankastarfsmanna. Þar segir jafnframt að Fjármálaeftirlitið og ráðamenn hafi rökstutt niðurfellingu skuldanna með því að ómögulegt yrði annars að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum, því þar mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa. Fréttastofa kannaði í dag hvað væri hæft í þessum orðrómi sem hefur vakið gríðarlega reiði hjá almenningi. Og hann virðist ekki úr lausu lofti gripinn. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að stjórn Kaupþings hafi skömmu fyrir þjóðnýtingu bankans ákveðið að fella niður skuldir æðstu stjórnenda, lán sem viðkomandi einstaklingar höfðu tekið til að fjármagna kaup á bréfum í bankanum. Það er á huldu hversu margir fengu þessa lúxusmeðferð, að skuldum þeirra hafi verið sópað út af borðinu, en talið er að þeir hlaupi á tugum. Gríðarlegar fjárhæðir munu hafa verið felldar niður með þessum hætti, og samkvæmt heimildum fréttastofu munu endurskoðendur bankanna hafa rekið augun í að þarna væri maðkur í mysunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki útilokað að mál verði höfðað gegn stjórn gamla Kaupþings til að ógilda niðurfellingu skuldanna. Forstjóri Fjármálaeftirlitstins vildi ekki koma í viðtal vegna þessa máls, en í tölvupósti frá eftirlitinu kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi ekki sérstaklega samþykkt niðurfellingu krafna sem tengjast lánveitingum til starfsmanna bankanna. Fréttastofa hefur í dag reynt að ná í fyrrum og núverandi stjórnendur hjá Kaupþingi. Tveir núverandi forstöðumenn hjá bankanum staðfestu að þeir hefðu tekið lán til að kaupa hlut í bankanum. Báðir neituðu því að lán þeirra hefðu verið felld niður.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira