Innlent

Lögreglan segir gott að búa í Kópavogi

Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs, og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, á fundinum í síðustu viku.
Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs, og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, á fundinum í síðustu viku.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið undir þau Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, að það sé gott að búa í Kópavogi.

Í frétt frá lögreglunni kemur fram að forsvarsmenn hennar hafi á dögunum farið yfir stöðu og þróun mála í bænum með fulltrúum úr stjórnsýslu bæjarins. Þannig fækkaði tilkynningum um eignaspjöll milli áranna 2006 og 2007 og sama má segja um fíkniefnabrot og nytjastuldi í bænum. Hins vegar fjölgaði auðgunarbrotum lítillega og þar vega þungt svokölluð hnuplmál en langflest þeirra eiga sér stað í Smáralind. Ofbeldisbrotum fjölgaði líka á milli þessara ára úr 54 í 72.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×