Geðlæknir notaði nöfn fanga til að svíkja út lyf 27. maí 2008 10:17 Magnús Skúlason geðlæknir á Sogni. Landlæknisembættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. "Við lítum málið sérlega alvarlegum augum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Læknirinn sem um ræðir er Magnús Skúlason, geðlæknir á Sogni. Hann var sviptur réttindum til að skrifa lyfseðla í fyrra eftir að upp komst að hann hafði ávísað miklu magni af ávanabindandi fíknilyfjum til fólks án þess að geta gefið upp tilbæra ástæðu fyrir því. Sigurður segir því að þeir lyfseðlar sem um ræðir hafi verið skrifaðir af læknum sem í góðri trú töldu að sjúklingar Magnúsar þyrftu á lyfjunum að halda, það geri málið enn flóknara í rannsókn. "Um er að ræða verulegt magn af amfetamíni og methylfentidati," segir Sigurður en bæði lyfin eru verulega ávanabindandi og þeir skammtar sem læknirinn lét ávísa taldir vera á um annað þúsund. Svo virðist sem Magnús hafi valið nöfn manna til að ávísa lyfjum á, án þess að þeir vissu af því, sem höfðu setið inni í fangelsi fyrr á ævinni og ekki þætti ótrúlegt að þeir þyrftu á slíkum lyfjum að halda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf hann þá skýringu eftir að hann var inntur eftir svörum við þessum gerðum að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf. Málið komst upp þegar einn af þeim mönnum sem læknirinn hafði látið skrifa lyfseðla fyrir kom í apótek til að sækja þar ofnæmislyf. Í lyfjabúðinni var honum tilkynnt um að þau væru ekki komin en hins vegar biði hans amfetamín sem læknir hefði skrifað upp á fyrir hann. Maðurinn kannaðist ekki við að hafa beðið um nein slík lyf og spurðist frekar fyrir um hvaða lyf hefðu verið ávísuð á hans nafni. Landlæknir segir að þegar sé vitað um tvo menn sem fengu uppáskrifuð lyf að beiðni þessa sama læknis án þess að þau hefðu verið sótt eða notuð af þeim. Fleiri mál séu þó í skoðun hjá embættinu en enn sem komið er hefur málinu ekki verið vísað til lögreglu. "Það er sérstaklega hryggilegt að í þessum hópi manna sem hann hafði verið að ávísa lyfjum á án þeirra vitundar eru menn sem hafa lent í verulegum vanda um ævina en náð bót og betrun en standa enn höllum fæti í samfélaginu," segir Sigurður. Ekki er vitað hve lengi Magnús stundaði þessa iðju. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Landlæknisembættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. "Við lítum málið sérlega alvarlegum augum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Læknirinn sem um ræðir er Magnús Skúlason, geðlæknir á Sogni. Hann var sviptur réttindum til að skrifa lyfseðla í fyrra eftir að upp komst að hann hafði ávísað miklu magni af ávanabindandi fíknilyfjum til fólks án þess að geta gefið upp tilbæra ástæðu fyrir því. Sigurður segir því að þeir lyfseðlar sem um ræðir hafi verið skrifaðir af læknum sem í góðri trú töldu að sjúklingar Magnúsar þyrftu á lyfjunum að halda, það geri málið enn flóknara í rannsókn. "Um er að ræða verulegt magn af amfetamíni og methylfentidati," segir Sigurður en bæði lyfin eru verulega ávanabindandi og þeir skammtar sem læknirinn lét ávísa taldir vera á um annað þúsund. Svo virðist sem Magnús hafi valið nöfn manna til að ávísa lyfjum á, án þess að þeir vissu af því, sem höfðu setið inni í fangelsi fyrr á ævinni og ekki þætti ótrúlegt að þeir þyrftu á slíkum lyfjum að halda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf hann þá skýringu eftir að hann var inntur eftir svörum við þessum gerðum að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf. Málið komst upp þegar einn af þeim mönnum sem læknirinn hafði látið skrifa lyfseðla fyrir kom í apótek til að sækja þar ofnæmislyf. Í lyfjabúðinni var honum tilkynnt um að þau væru ekki komin en hins vegar biði hans amfetamín sem læknir hefði skrifað upp á fyrir hann. Maðurinn kannaðist ekki við að hafa beðið um nein slík lyf og spurðist frekar fyrir um hvaða lyf hefðu verið ávísuð á hans nafni. Landlæknir segir að þegar sé vitað um tvo menn sem fengu uppáskrifuð lyf að beiðni þessa sama læknis án þess að þau hefðu verið sótt eða notuð af þeim. Fleiri mál séu þó í skoðun hjá embættinu en enn sem komið er hefur málinu ekki verið vísað til lögreglu. "Það er sérstaklega hryggilegt að í þessum hópi manna sem hann hafði verið að ávísa lyfjum á án þeirra vitundar eru menn sem hafa lent í verulegum vanda um ævina en náð bót og betrun en standa enn höllum fæti í samfélaginu," segir Sigurður. Ekki er vitað hve lengi Magnús stundaði þessa iðju.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent