Enski boltinn

Ronaldo með þrjú félög í huga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldo á æfingu með Flamengo.
Ronaldo á æfingu með Flamengo. Nordic Photos / AFP
Brasilíumaðurinn Ronaldo segir að það séu fyrst og fremst þrjú félög sem komi til greina í hans huga þegar hann snýr aftur á knattspyrnuvöllinn.

Þau eru Manchester City, Paris St. Germain og Flamengo í Brasilíu. Ronaldo er nú að jafna sig á erfiðum hnémeiðslum og hefur verið að koma sér aftur í form hjá hans gamla félagi, Flamengo.

Ronaldo segir að öll þrjú félög hafi falast eftir starfskröftum hans. „Ég elska París. Félagið er með mjög metnaðarfullt verkefni og ætlar sér að vinna deildina."

„Svo er það Manchester City þar sem góðvinur minn Robinho er. Við höfum ræst við síðustu daga en við verðum að bíða og sjá hvað verður."

„Það eru líka góð tengsl á milli mín og Flamengo. Það er liðið sem ég elska. Það er satt að félagið vill að ég verði hér áfram en sem stendur verður þetta allt að bíða þar sem ég ætla mér ekki að taka neina ákvörðun á þessum tímapunkti."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×