Enski boltinn

Við erum hið nýja Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Garrado í baráttu við Joe Cole, leikmann Chelsea.
Javier Garrado í baráttu við Joe Cole, leikmann Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Javier Garrido, leikmaður Manchester City, segir að Chelsea megi nú vara sig eftir. City sé nú hið nýja Chelsea.

Thaksin Shinawatra, eigandi City, samþykkti í vikunni að selja félagið til arabískra olíufursta. Strax á fyrsta degi keyptu þeir Robinho frá Real Madrid fyrir metfé.

Nýju eigendur City eru sagðir tíu sinnum ríkari en Roman Abramovich, eigandi Chelsea.

Garrido viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að trúa því að Robinho myndi mæta á æfingar með City en býst við fleiri stórstjörnum úr knattspyrnuheiminum.

„Fyrri eigandi félagsins, Thaksin Shinawatra, sýndi að honum var full alvara með því að reyna að ná í Ronaldonho. En með þessu ótrúlega tilboði fyrir leikmann frá Madrid ..."

„Þetta eru skilaboð til Roman Abramovich. Við erum nið nýja Chelsea og ætlum okkur að skyggja á þá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×