Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur verið rýmd vegna hættu á öðrum stórum skjálfta. Verið er að fara með fólk út í rútur en flestir halda þó ró sinni.
Stórar sprungur eru komnar í gömlu bygginguna og er fyrst og fremst um varúðarráðstafnir að ræða því búist er við öðrum stórum skjálfta.
„Við erum býsna róleg," sagði stúlka á símanum á sjúkrahúsinu.
Aðallega er verið að fara með eldra fólk út í rúturnar.