Fótbolti

Arnór skoraði í sigri Heerenveen

Arnór í leik með landsliðinu
Arnór í leik með landsliðinu Mynd/Vilhelm

Arnór Smárason var á skotskónum með liði sínu Heerenveen í hollensku knattspyrnunni í dag þegar liðið vann 3-2 útisigur á Groningen.

Arnór skoraði annað mark gestanna þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum og kom Heerenveen í 2-1. Heimamenn náðu að jafna metin á 90. mínútu en Arnór og félagar stálu sigrinum með marki í uppbótartíma.

PSV Eindhoven vann 3-0 sigur á Den Haag þar sem Dario Cvitanich skoraði þrennu. AZ Alkmaar lagði Nijmegen 1-0 og Utrecht vann Roda 3-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×