Innlent

Bjarni: Framsókn gæti allt eins sameinast Samfylkingunni

Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins sem sagði af sér á dögunum, segir að fari svo að Framsóknarflokkurinn ákveði að vinna að því að sækja um aðild að Evrópusambandinu geti hann allt eins sameinast Samfylkingunni. Þetta kom fram í þættinum Mannamáli með Sigmundi Erni Rúnarssyni á Stöð 2 nú í kvöld.

Þar fór Bjarni yfir mál sín en hann sagði af sér þingmennsku í kjölfar þess að bréf sem hann ætlaði að senda á aðstoðarmann sinn fór á alla helstu fjölmiðla landsins. Í bréfinu bað Bjarni aðstoðarmanninn um að senda annað bréf þar sem harðlega var deilt á Valgerði Sverrisdóttur úr órekjanlegu netfangi.

Sigmundur spurði Bjarna hvort hann ætti heima í flokki sem tæki Evrópuaðild upp á sína arma og sagðist Bjarni efins um það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×