Íslenski boltinn

Ólafur Páll í Val

Ólafur Páll Snorrason
Ólafur Páll Snorrason Mynd/Víkurfréttir

Ólafur Páll Snorrason, leikmaður Fjölnis, hefur ákveðið að feta í fótspor félaga síns Péturs Markan og ganga í raðir Vals í Landsbankadeildinni.

Vísir greindi frá því í morgun að Pétur hefði ákveðið að ganga í raðir Vals en nú ætlar Ólafur Páll að fylgja honum á Hlíðarenda.

Ólafur sagði í samtali við Vísi fyrir nokkrum dögum að hann væri að íhuga framtíð sína, en sagðist þá ekki hafa heyrt í Valsmönnum, en hafa heyrt af áhuga félagsins.

Ólafur gaf í dag út yfirlýsingu á heimasíðu Fjölnis þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun sinni um að ganga í raðir Vals. Hann var á mála hjá félaginu um tíma í kring um aldamótin.

Þar segist hann hafa samþykkt að undirrita þriggja ára samning við Valsmenn en þakkar um leið uppeldisfélagi sínu og stuðningsmönnum þess fyrir góða tíma.

Ólafur spilaði 19 deildarleiki með Fjölni í sumar og skoraði í þeim 6 mörk, en hann var lykilmaður í liðinu líkt og félagi hans Pétur.

Ljóst er að þetta er talsverð blóðtaka fyrir Fjölnismenn en á sama hátt liðsauki góður fyrir Valsmenn.

Auk þeirra Péturs og Ólafs hefur Valur því fengið til sín þá Harald Björnsson, Ian Jeffs, Reyni Leósson og endurheimt Kristján Hauksson sem var í láni hjá Fjölni síðasta sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×