Innlent

Tvö hundruð starfsmenn vantar á frístundaheimili borgarinnar

MYND/Stefán

Enn vantar 200 starfsmenn á frístundarheimili Reykjavíkurborgar sem taka til starfa í næstu viku þegar skólar hefjast.

Þegar er búið að ráð 159 manns sem eru helmingi fleiri ráðningar en á sama tímabili og í fyrra. Gert er ráð fyrir að ráðningum fjölgi verulega á næstu dögum og vikum þegar framhalds- og háskólanemar hafa fengið stundartöflur sínar eins og segir á vef Íþrótta- og tómstundaráðs sem rekur frístundaheimilin.

Alls bárust 2809 umsóknir um vistun fyrir 6 til 9 ára börn á frístundarheimili í ár en 2744 umsóknir bárust í fyrra. Þá störfuðu 310 starfsmenn við 35 frístundarheimili borgarinnar, þannig að allt að 49 fleiri starfsmenn þarf í ár.

Leitað hefur verið fjölmargra leiða til þess að ráða starfsmenn til starfa, til að mynda hefur verið auglýst á strætisvögnum bæjarins en einnig verður sett upp veggspjöld í öllum framhaldskólum og háskólum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×