Hversu slæm er tölfræði KR-inga gegn FH? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2008 13:51 Mynd/Daniel Ef marka má þróun mála síðustu sumur þá mæta stuðningsmenn KR-inga ekki bjartsýnir í Kaplakrikann í kvöld. FH hefur unnið síðustu sex deildarleiki liðanna með markatölunni 15-1 og KR hefur ekki unnið deildarleik í Hafnarfirði síðan 20. ágúst 1994. KR hefur samtals fengið eitt stig út úr síðustu níu leikjum liðanna í Landsbankadeildinni og hefur liðið fengið fleiri rauð spjöld en mörk sem liðið hefur skorað á þessum 810 mínútum.Tölfræði KR í síðustu níu deildarleikjum liðsins við FH: 0 sigrar 1 jafntefli 8 tapleikir 2 mörk skoruð 3 rauð spjöld 24 mörk fengin á sigTölfræði KR í síðustu átta deildarleikjum liðsins við FH í Kaplakrika 0 sigrar 2 jafntefli 6 tapleikir 4 mörk skoruð 22 mörk fengin á sig Það eru alls sex leikmenn í liði FH sem hafa skorað jafnmikið eða meira en allt KR-liðið í síðustu níu leikjum liðanna í Landsbankadeild karla. Þetta eru þeir Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (5 mörk), Guðmundur Sævarsson (4), Atli Viðar Björnsson (2), Jónas Grani Garðarsson (2), Tommy Nielsen (2) og Tryggvi Guðmundsson (2). KR-ingar eru búnir að skora jafnmörg mörk í eigið mark og í mark FH í síðustu sex deildarleikjum liðanna. Bjarnólfur Lárusson skoraði bæði þessi mörk í Krikanum, fyrst sjálfsmark í 0-2 tapi KR 6. júlí 2006 og svo mark eftir aðeins tíu sekúndur í 1-5 tapi KR í fyrra. Bjarnólfur hefur hinsvegar leikið sinn síðasta leik fyrir KR og verður því fjarri góðu gamni í kvöld. Tryggvi Guðmundsson, núverandi leikmaður FH, var í síðasta sigurliði KR-inga í Kaplakrika. Tryggvi lagði þá upp seinna mark KR-liðsins fyrir Þormóð Egilsson í 2-1 sigri á FH. Tryggvi er ekki sá eini af leikmönnum leiksins í kvöld sem tók þátt í þessum leik því Kristján Finnbogason stóð í marki KR-liðsins í þessum leik. Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, var hvíldur í þessum leik þar sem hann var á hættusvæði vegna gulra spjalda og spjald í þessum leik hefði þýtt að hann myndi missa af bikarúrslitaleiknum sem var átta dögum síðar. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur ekki verið með FH til þessa í sumar vegna meiðsla og það er kannski eins gott fyrir KR-inga að hann verði ekki með því hann hefur átti eintóma stórleiki gegn Vesturbæingum á síðustu árum. Síðustu þrír leikir Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar gegn KR: 30. ágúst 2007 FH-KR 5-1 Ásgeir skoraði þrennnu, fékk 9 í einkunn hjá Fréttablaðinu og var valinn maður leiksins 14. júní 2007 KR-FH 0-2 Ásgeir skoraði fyrra mark FH, fékk 8 í einkunn hjá Fréttablaðinu og var valinn maður leiksins 6. júlí 2006 FH-KR 2-0 Ásgeir skoraði seinna mark FH, átti stóran þátt í því fyrra, fékk 9 í einkunn hjá Fréttablaðinu og var valinn maður leiksins KR-ingurinn Björgólfur Takefusa á enn eftir að skora á móti FH í KR-búningnum en hann hefur nú leikið í 244 mínútur á móti FH án þess að skora. Björgólfur skoraði 4 mörk í 4 leikjum á móti FH með Þrótti og Fylki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Ef marka má þróun mála síðustu sumur þá mæta stuðningsmenn KR-inga ekki bjartsýnir í Kaplakrikann í kvöld. FH hefur unnið síðustu sex deildarleiki liðanna með markatölunni 15-1 og KR hefur ekki unnið deildarleik í Hafnarfirði síðan 20. ágúst 1994. KR hefur samtals fengið eitt stig út úr síðustu níu leikjum liðanna í Landsbankadeildinni og hefur liðið fengið fleiri rauð spjöld en mörk sem liðið hefur skorað á þessum 810 mínútum.Tölfræði KR í síðustu níu deildarleikjum liðsins við FH: 0 sigrar 1 jafntefli 8 tapleikir 2 mörk skoruð 3 rauð spjöld 24 mörk fengin á sigTölfræði KR í síðustu átta deildarleikjum liðsins við FH í Kaplakrika 0 sigrar 2 jafntefli 6 tapleikir 4 mörk skoruð 22 mörk fengin á sig Það eru alls sex leikmenn í liði FH sem hafa skorað jafnmikið eða meira en allt KR-liðið í síðustu níu leikjum liðanna í Landsbankadeild karla. Þetta eru þeir Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (5 mörk), Guðmundur Sævarsson (4), Atli Viðar Björnsson (2), Jónas Grani Garðarsson (2), Tommy Nielsen (2) og Tryggvi Guðmundsson (2). KR-ingar eru búnir að skora jafnmörg mörk í eigið mark og í mark FH í síðustu sex deildarleikjum liðanna. Bjarnólfur Lárusson skoraði bæði þessi mörk í Krikanum, fyrst sjálfsmark í 0-2 tapi KR 6. júlí 2006 og svo mark eftir aðeins tíu sekúndur í 1-5 tapi KR í fyrra. Bjarnólfur hefur hinsvegar leikið sinn síðasta leik fyrir KR og verður því fjarri góðu gamni í kvöld. Tryggvi Guðmundsson, núverandi leikmaður FH, var í síðasta sigurliði KR-inga í Kaplakrika. Tryggvi lagði þá upp seinna mark KR-liðsins fyrir Þormóð Egilsson í 2-1 sigri á FH. Tryggvi er ekki sá eini af leikmönnum leiksins í kvöld sem tók þátt í þessum leik því Kristján Finnbogason stóð í marki KR-liðsins í þessum leik. Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, var hvíldur í þessum leik þar sem hann var á hættusvæði vegna gulra spjalda og spjald í þessum leik hefði þýtt að hann myndi missa af bikarúrslitaleiknum sem var átta dögum síðar. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur ekki verið með FH til þessa í sumar vegna meiðsla og það er kannski eins gott fyrir KR-inga að hann verði ekki með því hann hefur átti eintóma stórleiki gegn Vesturbæingum á síðustu árum. Síðustu þrír leikir Ásgeirs Gunnars Ásgeirssonar gegn KR: 30. ágúst 2007 FH-KR 5-1 Ásgeir skoraði þrennnu, fékk 9 í einkunn hjá Fréttablaðinu og var valinn maður leiksins 14. júní 2007 KR-FH 0-2 Ásgeir skoraði fyrra mark FH, fékk 8 í einkunn hjá Fréttablaðinu og var valinn maður leiksins 6. júlí 2006 FH-KR 2-0 Ásgeir skoraði seinna mark FH, átti stóran þátt í því fyrra, fékk 9 í einkunn hjá Fréttablaðinu og var valinn maður leiksins KR-ingurinn Björgólfur Takefusa á enn eftir að skora á móti FH í KR-búningnum en hann hefur nú leikið í 244 mínútur á móti FH án þess að skora. Björgólfur skoraði 4 mörk í 4 leikjum á móti FH með Þrótti og Fylki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira