Enski boltinn

Tottenham nær ekki inn á topp fjögur

NordcPhotos/GettyImages

Martin Jol, fyrrum stjóri Tottenham og nýráðinn stjóri Hamburg í Þýskalandi, hefur ekki mikla trú á að Lundúnaliðið nái að brjótast inn á topp fjögur í ensku úrvalsdeildinni.

"Þegar ég var hjá Tottenham náðum við fimmta sætinu tvö ár í röð. Það er ekki raunhæft fyrir liðið að ætla sér inn á topp fjögur einfaldlega af fjárhagslegum ástæðum. Munurinn er bara of mikill. Everton var síðasta liðið sem náði að brjótast inn á topp fjögur, en það var bara undantekningin sem sannar regluna," sagði Martin Jol í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×