Innlent

Fjárfestið frekar í menntun en að fara á atvinnuleysisbætur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir fólki að hugsa lengra og fjárfesta frekar í menntun en fara á atvinnuleysisbætur. Þorgerður var gestur Sölva Tryggvasonar í Íslandi í dag þar sem rædd voru málefni Háskólans og hugsanleg ráðherrastólaskipti í ríkisstjórn.

Þorgerður var spurð hvaða skilaboð hún hefði til þeirra sem hyggjast frekar fara á atvinnuleysisbætur en námslán. „Ég segi fólki að hugsa lengra og fjárfesta frekar í menntun sinni. Með hverju námsláni er ríkið að niðurgreiða 52% og það borgar sig margfalt að fara í nám en að fara á bætur," sagði Þorgerður Katrín.

Aðspurð um ummæli Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskólans um að fyrirhugaður niðurskurður gerði það að verkum að Háskólinn myndi ekki ná endum saman sagðist Þorgerður vonast til þess að allra leiða yrði leitað. Hún bendir á að svokallaður rannsóknarsamningur hafi gert margt gott í menntakerfinu.

„Eitt af því sem við Kristín Ingólfsdóttir fórum saman í var að móta þennan rannsóknarsamning. Við erum núna með milljarði meira en fyrir tæpum tveimur árum í framlögum til rannsókna. Það er gríðarleg aukning þó viðbótarframlaginu sem átti að koma inn hafi verið frestað."

Hún sagði að einnig þyrfti að huga að tekjutengingunni sem fylgir námslánum. „Við þurfum að athuga með það."

Aðspurð út í möguleg ráðherrastólaskipti innan Ríkisstjórnarinnar sagði Þorgerður að það hefði ekki verið rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

„Það sem við erum að gera núna er að reyna að klára fjárlögin en það er verið að kalla eftir breytingum. Það er ljóst að þetta verður rætt ef til þess kemur en núna erum við að klára þingið."
Tengdar fréttir

Háskóli Íslands í mjög þröngri stöðu

Háskóli Íslands getur ekki tekið á móti 1600 nýjum nemum og þolað niðurskurð um einn milljarð króna á sama tíma, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Háskóla Íslands verði skorin niður um 900 milljónir króna. Kristín segir að skólinn sé í mjög þröngri stöðu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.