Erlent

Rússar tilbúnir að hætta við eldflaugar

Óli Tynes skrifar

Það hefur farið ósegjanlega í taugarnar á Rússum að Bandaríkjamenn skuli ætla að setja upp tíu loftvarnaeldflaugar í Póllandi.

Flaugunum er ætla að verja Bandaríkin og bandalagsríki þeirra í Evrópu fyrir eldflaugum frá útlagaríkjum eins og Íran.

Íranar eru sífellt að smíða langdrægari eldflaugar og eru jarnframt taldir vera að smíða kjarnorkuvopn.

Síðast í gær gerðu þeir tilraun með nýja tegund eldflauga sem draga 2000 kílómetra. Þær draga semsagt auðveldlega til suðaustur Evrópu.

Rússar tilkynntu í síðustu viku að vegna bandarísku loftvarnaflauganna sjái þeir sig knúna til þess að setja upp eldflaugar í Kalinigrad, rétt við pólsku landamærin. Þetta hefur vakið nokkurn óróa í Póllandi.

Í viðtali við franska blaðið Le Figaro í dag sagði hinsvegar Dmitry Medvedev, forseti Rússlands að þeir væru reiðubúnir að falla frá eldflaugastöðvum sínum ef hin nýja ríkisstjórn Baracks Obma gerði slíkt hið sama.

Þeir væru sömuleiðis reiðubúnir til viðræðna við Bandaríkin og Evrópusambandið um öryggismál í víðu samhengi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×