KR-ingurinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er kominn upp í hóp landsdómara A hjá KSÍ. Dómaralistinn hefur verið endurskoðaður og er Vilhjálmur eini dómarinn sem færist upp í A-flokk en hann skipa þeir dómarar sem dæma í efstu deild karla.
Vilhjálmur dæmir reyndar fyrir KV en hann er fæddur 1985 og er yngsti A-dómarinn. Ólafur Ragnarsson og Sævar Jónsson eru báðir hættir dómgæslu og detta út af listanum. Sævar dæmdi reyndar ekkert á nýliðnu sumri. Þá lækkar Erlendur Eiríksson niður í B-dómara.
Hér að neðan má sjá A-dómara KSÍ sem hafa réttindi til að dæma í efstu deild karla.
Garðar Örn Hinriksson, milliríkjadómari (Stokkseyri)
Jóhannes Valgeirsson, milliríkjadómari (KA)
Kristinn Jakobsson, milliríkjadómari (KR)
Magnús Þórisson, milliríkjadómari (Keflavík)
Einar Örn Daníelsson, landsdómari (Víkingur R.)
Eyjólfur M Kristinsson, landsdómari (FH)
Valgeir Valgeirsson, landsdómari (ÍA)
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, landsdómari (KV)
Þorvaldur Árnason, landsdómari (Fylkir)
Þóroddur Hjaltalín Jr., landsdómari (Þór)
Örvar Sær Gíslason, landsdómari (Fram)