Enski boltinn

Chelsea staðfestir áhuga sinn á Scolari

NordicPhotos/GettyImages

Talsmaður portúgalska knattspyrnusambandsins hefur staðfest að Chelsea hafi beðið um leyfi til að ræða við landsliðsþjálfarann Luiz Felipe Scolari.

Chelsea leitar nú að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Avram Grant var látinn fara og hefur félagið verið orðað við marga af færustu stjórum heims.

Einn þeirra er Scolari, en samningur hans við portúgalska knattspyrnusambandið rennur út eftir EM í sumar.

"Við vitum að Chelsea hefur áhuga á Scolari," sagði talsmaðurinn í samtali við Independent í dag.

Roberto Mancini hætti formlega störfum hjá Inter á Ítalíu í dag og þar verður það Jose Mourinho sem tekur við. Mancini hefur verið orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá Chelsea, en sömu sögu er að segja af Mark Hughes hjá Blackburn, Frank Rijkaard fyrrum þjálfara Barcelona og Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×