Erlent

Hittir loksins Dalai Lama

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. MYND/AP
Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, mun funda með Dalai Lama, andlegum leiðtogi Tíbeta, í næsta mánuði í Póllandi.

Sarkozy var gagnrýndur harðlega fyrir að hitta ekki leiðtogann þegar hann dvaldi í Frakklandi í tvær vikur í ágúst á sama tíma og Ólympíuleikarnir fóru fram í Peking. Sarkozy var sakaður um að láta undan þrýstingi ráðamanna í Kína um að hitta ekki Lama. Sú gagnrýni fékk byr undir báða vængi þegar tilkynnt var að leiðtoginn myndi ekki heimsækja Frakkland í desember.

Dalai Lama er afar merkilegur maður sem Sarkozy segist bera mikla virðingu fyrir. Sarkozy kveðst hlakka til fundarins með Lama í Póllandi 6. desember næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×