Innlent

Samningaviðræður í Brussel í allan dag

Samningsumleitanir hafa staðið um nokkurt skeið milli Íslands og Frakklands sem formennskuríkis Evrópusambandsins með það markmiði að leysa deilur tengdar IceSave reikningum í útibúum Landsbankans í nokkrum Evrópuríkjum.

Slíkum viðræðum var haldið áfram í Brussel í dag á fundum sem hafa einkennst af góðum anda og vinsemd. Ríkisstjórnin er hæfilega vongóð um að svo verði áfram og viðræðurnar leiði að lokum til þess að samkomulag í þágu allra málsaðila náist. Málið er á viðkvæmu stigi og ekki hægt að segja meira um það að svo stöddu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Þar segir jafnframt að enginn tímafrestur sé á þessum viðræðum og fullyrðingar þar um standist alls ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×