Íslenski boltinn

Tveir nýir A-dómarar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Það hefur fjölgað í hópi A-dómara.
Það hefur fjölgað í hópi A-dómara.

KSÍ hefur fært tvo dómara upp í flokk A-dómara en það eru þeir sem dæma í Landsbankadeild karla. Það eru þeir Valgeir Valgeirsson sem dæmir fyrir ÍA og Þorvaldur Árnason sem dæmir fyrir Fylki.

Það eru því fjórir dómarar á sínu fyrsta ári í A-hópnum. Auk Valgeirs og Þorvaldar eru það Örvar Sær Gíslason og Þóroddur Hjaltalín Jr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×