Innlent

Handtekinn eftir að kveikt var í bíl

Karlmaður var handtekinn í Reykjavík í nótt, grunaður um að hafa kveikt í fólksbíl við Leifsgötu um klukkan hálffjögur.

Bíllinn gjöreyðilagðist og barst eldurinn í annan bíl, sem eyðilagðist líka. Vitni sáu til mannsins á leið frá bílunum og leiddi það til handtöku hans. Þar með hafa fjórir bílar brunnið á höfuðborgarsvæðinu í vikunni því tveir nýir bílar brunnu með sólarhrings millibili á bílastæði Öskju við Krókháls fyrr í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×