Lífið

Charlie Sheen kvænist fasteignasala

Bandaríski leikarinn Charlie Sheen, gekk að eiga fasteignasalann Brooke Mueller í Beverly Hills í Kaliforníu á föstudagskvöld. Þetta er fyrsta hjónaband hinnar þrítugu Brooke sem ku vera fyrrverandi leikkona og starfandi fasteignasali en þriðja hjá hinum fjörutíu og tveggja ára gamla Charlie.

Hin nýbökuð hjónakorn trúlofuðust í mið-Ameríkuríkinu Costa Rica í júlí 2007.

Charlie sem heitir réttu nafni Carlos Irwin Estévez sló í gegn í stórmyndinni Platoon árið 1986 og síðan hefur ferill hans farið bæði upp og niður eins og gengur í henni Hollywood. Faðir hans, leikarinn aldni Martin Sheen og bróðir hans Emilio Esteves sem einnig er leikari og leikstjóri voru viðstaddir brúðkaupið samkvæmt fréttasíðu Us Magazine.

Dætur Charlie og fyrrverandi eiginkonu hans Denise Richards voru einnig viðstaddar brúðkaupið og báru blómakransa í athöfninni sem fram fór í risastórri einkavillu í hjarta kvikmyndaborgarinnar Los Angeles. Sextíu nánir vinir og ættingjar fylgdust með Charlie og Brooke ganga í hnapphelduna, þar á meðal Eric Dane úr Grey's Anatomy sjónvarpsþáttunum og eiginkona hans Rebecca Gayheart, sem kynnti hin nýbökuðu hjón árið 2006.

Vinur brúðhjónanna sagði þau smellpassa saman og vera að springa úr hamingju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.