Lífið

Landfræðileg kosning í Eurovision

Það gat tæpast verið önnur ástæða fyrir sigrinum.
Það gat tæpast verið önnur ástæða fyrir sigrinum. MYND/AP

Það fór væntanlega ekki framhjá mörgum sem horfðu á Eurovision síðastliðið laugardagskvöld hvaðan sigurvegarinn, hinn rússneski Dima Bilan, fékk flest sín atkvæði. Nær öll lönd sem eiga landamæri að Rússlandi gáfu landinu tólf stig.

Breska blaðið Daily Mail birti í síðustu viku niðurstöður rannsóknar á því hvernig atkvæði í Eurovision falla. Rannsóknin benti til þess að sömu löndin greiddu hvert öðru alltaf atkvæði, og hefði það töluvert meira með pólitík og landafræði að gera en gæði laga.

Þannig kjósa fyrrum Sovétlýðsveldin hvort annað til dæmis stíft, og skírir blaðið það samkrull Varsjársáttmálann. Löndin á Balkanskaganum eru yfirleitt hrifin hvort af öðru í keppninni og það sama gildir um Beneluxlöndin. Skandinavía þykir svo ekki alsaklaus af því að kjósa eftir pólitískum línum fremur en listrænum, og hlýtur gælunafnið Víkingaveldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.