Steven Gerrard mun missa af tveimur leikjum með enska landsliðinu og tveimur með Liverpool þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð vegna nárameiðsla.
Gerrard fer í aðgerðina í dag og verður frá í 10-15 daga að sögn Rafael Benitez, knattspyrnustjóra Liverpool.
Engu að síðar þá spilaði Gerrard með Liverpool gegn Standard Liege í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.
England mætir Andorra á útivelli í fyrstu umferð undankeppni HM 2010 þann 6. september næstkomandi og Króatíu á heimavelli fjórum dögum síðar.
Hann missir af leikjum Liverpool gegn Aston Villa á sunnudaginn og Manchester United þann 13. september.