Lífið

Um 11 til 12 þúsund á Landsmóti hestamanna

Frá Landsmóti hestamanna.
Frá Landsmóti hestamanna.

Áætlað er að um 11 til 12 þúsund manns séu nú samankomnir í

blíðskaparveðri á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu.

Hestakostur hefur aldrei verið betri og hafa stórgóðar sýningar sést á

keppnisvellinum, þar sem hart er barist um sigur í hverjum flokki. Góður

rómur hefur verið gerður að keppnishaldinu.

Einn af hápunktum dagksrárinnar í kvöld er úrslitakeppni í tölti og einnig

verður reynt að setja nýtt heimsmet í 100 metra skeiði, en þeim sem það

tekst fær að launum Toyota Hilux pallbíl. Skemmtidagskrá kvöldsins er

þéttskipuð og lýkur með brekkusöng sem Jónsi og Einar Örn í hljómsveitinni

Svörtum fötum stjórna. Landsmótinu lýkur á morgun, sunnudag, en þá fara fram úrslit í öllum keppnisgreinum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsmótinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.