Íslenski boltinn

Valið stendur á milli Coventry og AZ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Breiðabliki.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Breiðabliki.

Jóhann Berg Guðmundsson segir að hann eigi enn eftir að taka ákvörðun um hvert hann ætli að fara þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

The Coventry Telegraph greindi frá því í dag að viðræður milli enska B-deildarliðsins Coventry og Breiðabliks væru langt á veg komnar en enn væri að semja um uppeldisbætur. Jóhann Berg staðfesti þetta í samtali við Vísi en hann sagði einnig að Breiðablik ætti í viðræðum við fleiri félög.

„Þetta er hrikalega erfið ákvörðun," sagði Jóhann Berg. „En ég á von á þetta komi loksins í ljós í byrjun janúar. Þetta er búið að vera langt ferli."

Spurður hvort að valið stæði fyrst og fremst á milli Coventry og hollenska úrvalsdeildarliðsins AZ Alkmaar gat hann ekki neitað því. „Jafnvel. Hamburg er þó ekki úr myndinni. Ég útiloka ekki neitt."

Jóhann Berg hefur tvívegis farið til Þýskalands í haust til að æfa og skoða aðstæður hjá Hamburger SV. Hann hefur einnig verið orðaður við Heerenveen í Hollandi.




Tengdar fréttir

Jóhann Berg nálgast Coventry

Jóhann Berg Guðmundsson er sagður vera nálægt því að ganga til liðs við Coventry eftir því sem kemur fram í enskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×