Innlent

Kannast ekki við að Japanar hyggist aðstoða Ísland

MYND/GVA

Shiochi Nakagawa, fjármálaráðherra Japans, sagði á blaðamannafundi í morgun að hann hefði ekki heyrt af því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði leitað til þarlendra stjórnvalda til þess að aðstoða Íslendinga í vandræðum sínum.

Frá þessu er greint á fréttavef Bloomberg. Breska blaðið Finacial Times greindi frá því í gær að seðlabanki Japans myndi ásamt norrænum seðlabönkum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lána Íslendingum um 670 milljarða króna. Þetta kannast japanski fjármálaráðherrann ekki við.

Þá segir Bloomberg frá því að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, gagnrýni lausatök ríkisstjórnarinnar á kreppunni. „Við vitum að ef jarðskjálfti ríður yfir eða aðrar náttúruhamfarir þá koma menn upp stjórnstöð. Það sama á við þegar stríð skellur á. En ríkisstjórnin hefur ekki gripið til þessa og því hefur stjórn hennar á ástandinu verið slök," segir Steingrímur í samtali við Bloomberg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×