Helgin á Englandi - Myndir Elvar Geir Magnússon skrifar 20. október 2008 17:04 Risarnir fjórir í enska boltanum unnu sína leiki í enska boltanum um helgina. Arsenal og Liverpool lentu bæði undir en sýndu mikinn karakter með því að innbyrða öll stigin þrjú. Hull heldur áfram á sínu skriði en hinsvegar gengur hvorki né rekur hjá Tottenham sem tapaði fyrir Stoke. Ljósmyndarar Getty Images voru á öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og með því að smella á myndaalbúmið hér að neðan má rifja upp helgina í máli og myndum. Hull heldur áfram á sigurbraut en liðið lagði West Ham á sunnudag. Michael Turner skorar hér eina mark leiksins.Craig Bellamy var einn af fáum ljósum punktum hjá West Ham í leiknum gegn Hull. Hér fær hann tæklingu frá Andy Dawson.Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, og Damien Comolli, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, voru þungir á brún á meðan þeir horfðu á sína menn tapa fyrir Stoke.Ekkert gengur hjá Tottenham í upphafi tímabils. Dómarinn Lee Mason sýnir hér Gareth Bale rauða spjaldið snemma leiks. Tottenham lauk leiknum níu á vellinum eftir að Michael Dawson fékk brottvísun seint í leiknum.Gael Clichy í loftfimleikum í leik Arsenal og Everton. Arsenal lenti undir í leiknum en kom til baka og fékk þrjú stig.Það er ótrúlegt að leikmenn Sunderland hafi ekki náð að skora gegn Fulham. Þeir náðu reyndar einu sinni að koma knettinum í netið og eru hér byrjaðir að fagna því þegar þeir uppgötva að markið var dæmt af. Leikurinn endaði 0-0.Allt fellur með Liverpool þessa dagana. Hér skorar Dirk Kuyt sigurmarkið í leik gegn Wigan.Amr Zaki skoraði bæði mörk Wigan en það dugði ekki til. Þessi egypski leikmaður vakti mikla athygli og er talið að hann hafi spilað sig inn í óskalista stórliða.Wayne Rooney er sjóðandi heitur um þessar mundir. Hann átti stórleik fyrir Manchester United gegn WBA, skoraði eitt og lagði upp tvö í 4-0 sigri Englandsmeistarana.Dimitar Berbatov skoraði þriðja mark United í leiknum en það var jafnframt fyrsta deildarmark hans fyrir félagið.Chelsea var með kennslustund á heimavelli Middlesbrough og vann 5-0 sigur. Hér er Juliano Belletti að skora fallegasta mark leiksins með skoti af löngu færi.Frank Lampard skoraði eitt af mörkunum fimm. Lið Chelsea lítur feykilega vel út. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Risarnir fjórir í enska boltanum unnu sína leiki í enska boltanum um helgina. Arsenal og Liverpool lentu bæði undir en sýndu mikinn karakter með því að innbyrða öll stigin þrjú. Hull heldur áfram á sínu skriði en hinsvegar gengur hvorki né rekur hjá Tottenham sem tapaði fyrir Stoke. Ljósmyndarar Getty Images voru á öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og með því að smella á myndaalbúmið hér að neðan má rifja upp helgina í máli og myndum. Hull heldur áfram á sigurbraut en liðið lagði West Ham á sunnudag. Michael Turner skorar hér eina mark leiksins.Craig Bellamy var einn af fáum ljósum punktum hjá West Ham í leiknum gegn Hull. Hér fær hann tæklingu frá Andy Dawson.Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, og Damien Comolli, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, voru þungir á brún á meðan þeir horfðu á sína menn tapa fyrir Stoke.Ekkert gengur hjá Tottenham í upphafi tímabils. Dómarinn Lee Mason sýnir hér Gareth Bale rauða spjaldið snemma leiks. Tottenham lauk leiknum níu á vellinum eftir að Michael Dawson fékk brottvísun seint í leiknum.Gael Clichy í loftfimleikum í leik Arsenal og Everton. Arsenal lenti undir í leiknum en kom til baka og fékk þrjú stig.Það er ótrúlegt að leikmenn Sunderland hafi ekki náð að skora gegn Fulham. Þeir náðu reyndar einu sinni að koma knettinum í netið og eru hér byrjaðir að fagna því þegar þeir uppgötva að markið var dæmt af. Leikurinn endaði 0-0.Allt fellur með Liverpool þessa dagana. Hér skorar Dirk Kuyt sigurmarkið í leik gegn Wigan.Amr Zaki skoraði bæði mörk Wigan en það dugði ekki til. Þessi egypski leikmaður vakti mikla athygli og er talið að hann hafi spilað sig inn í óskalista stórliða.Wayne Rooney er sjóðandi heitur um þessar mundir. Hann átti stórleik fyrir Manchester United gegn WBA, skoraði eitt og lagði upp tvö í 4-0 sigri Englandsmeistarana.Dimitar Berbatov skoraði þriðja mark United í leiknum en það var jafnframt fyrsta deildarmark hans fyrir félagið.Chelsea var með kennslustund á heimavelli Middlesbrough og vann 5-0 sigur. Hér er Juliano Belletti að skora fallegasta mark leiksins með skoti af löngu færi.Frank Lampard skoraði eitt af mörkunum fimm. Lið Chelsea lítur feykilega vel út.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira