Skemmti öskrandi Kínverjum 19. maí 2008 00:01 Heiða og rapparinn Paco. Hann reynir nú að búa til hipphoppmenningu í Kína og fór yfir um af gleði þegar Heiða leyfði honum að heyra í Quarashi og Rottweilerhundum. Hljómsveitin Hellvar er nýkomin frá Kína þar sem hún spilaði á þrennum tónleikum. „Ég hef bara aldrei upplifað annað eins," segir Heiða Eiríksdóttir, söngkona Hellvars, um viðtökur Kínverja á tónleikum sveitarinnar. „Það voru bara allir að missa sig. Sverrir bassaleikari sagði eftir fyrsta lagið að nú skildi hann hvernig Bítlunum leið því það var svo mikið öskrað að við heyrðum varla í sjálfum okkur." Heiða er með skýringu á látunum. „Ég held að fólkið hafi hreinlega skilið gamla leiðinlega lífið sitt eftir og alveg sleppt sér á tónleikunum. Þarna eru margir sem vinna langan vinnudag í ömurlegri vinnu og fá kannski ekki nema þrjá frídaga á mánuði. Fólkið fór því bara í eitthvert ástand. Öskraði og gólaði og dansaði einhverja furðulega hringdansa." Það var duglegur Íslendingur, Ásgeir Tómasson, sem kom tónleikunum í kring og auk Hellvars spilaði keflvíska hljómsveitin Vicky Pollard. Upphaflega stóð til að spila á útitónleikum. „Kínversk stjórnvöld settu bara ný lög þrem dögum áður en við fórum út sem banna að fleiri en hundrað manns safnist saman á einum stað úti við. Því varð að færa alla tónleikana í hús. Þessu verður víst breytt aftur eftir Ólympíuleikana." Tónleikarnir voru í Peking sem Heiða segir stórkostlega borg. „Það eru hermenn með byssur úti um allt en þegar maður hefur vanist því finnst manni borgin bara afslöppuð. Meira að segja úti í súpermarkaði eru herlögreglumenn með alvæpni sem hjálpa manni að raða ofan í poka. Mjög sérstakt!" Þetta er hugsanlega bara fyrsta skrefið í Kínaævintýrum Hellvars því sveitin er bókuð aftur í Kína í október. „Nú förum við að safna fyrir flugmiðunum," segir Heiða. Tónlist Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Sjá meira
Hljómsveitin Hellvar er nýkomin frá Kína þar sem hún spilaði á þrennum tónleikum. „Ég hef bara aldrei upplifað annað eins," segir Heiða Eiríksdóttir, söngkona Hellvars, um viðtökur Kínverja á tónleikum sveitarinnar. „Það voru bara allir að missa sig. Sverrir bassaleikari sagði eftir fyrsta lagið að nú skildi hann hvernig Bítlunum leið því það var svo mikið öskrað að við heyrðum varla í sjálfum okkur." Heiða er með skýringu á látunum. „Ég held að fólkið hafi hreinlega skilið gamla leiðinlega lífið sitt eftir og alveg sleppt sér á tónleikunum. Þarna eru margir sem vinna langan vinnudag í ömurlegri vinnu og fá kannski ekki nema þrjá frídaga á mánuði. Fólkið fór því bara í eitthvert ástand. Öskraði og gólaði og dansaði einhverja furðulega hringdansa." Það var duglegur Íslendingur, Ásgeir Tómasson, sem kom tónleikunum í kring og auk Hellvars spilaði keflvíska hljómsveitin Vicky Pollard. Upphaflega stóð til að spila á útitónleikum. „Kínversk stjórnvöld settu bara ný lög þrem dögum áður en við fórum út sem banna að fleiri en hundrað manns safnist saman á einum stað úti við. Því varð að færa alla tónleikana í hús. Þessu verður víst breytt aftur eftir Ólympíuleikana." Tónleikarnir voru í Peking sem Heiða segir stórkostlega borg. „Það eru hermenn með byssur úti um allt en þegar maður hefur vanist því finnst manni borgin bara afslöppuð. Meira að segja úti í súpermarkaði eru herlögreglumenn með alvæpni sem hjálpa manni að raða ofan í poka. Mjög sérstakt!" Þetta er hugsanlega bara fyrsta skrefið í Kínaævintýrum Hellvars því sveitin er bókuð aftur í Kína í október. „Nú förum við að safna fyrir flugmiðunum," segir Heiða.
Tónlist Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Sjá meira