Lífið

Idol-Davíð orðinn einkaþjálfari

sev skrifar
Davíð Smári Harðarson, sem sló eftirminnilega í gegn í Idol stjörnuleit um árið útskrifaðist í dag sem einkaþjálfari. „Ég var að útskrifast sem ÍAK einkaþjálfari og er einmitt búinn að skrifa undir samning við þjálfun.is," segir Davíð, sem kemur til með að þjálfa í Sporthúsinu.

Aðspurður hvort hann ætli að leggja það fyrir sig að hrista spik af fólki segir Davíð það vera einstaklingsbundið hverju fólki er að leita eftir. „En ef einhver vill losna við eitthvað óæskilegt magn af fitu þá er meira en sjálfsagt að aðstoða viðkomandi í því, og tel ég mig hafa mikið fram að færa í þeim efnum," segir Davíð kíminn.

Hann var sjálfur nokkuð frjálslega vaxinn þegar hann tók þátt í Stjörnuleitinni, en fór skömmu síðar í átak og minnkaði hratt eftir það. „Ég er búinn að taka af mér fjörtíu kíló," segir Davíð. Hann þakkar skynsamlegu matarræði og hreyfingu árangurinn, en segir það erfiðasta vera að halda sér í horfinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.