Innlent

Evrusali í Hafnarfirði

Gengið á evrunni er 200 krónur en ekki 152 eins og Seðlabankinn segir. Þetta fullyrðir að minnsta kosti gjaldeyrisbraskari í Hafnarfirði sem Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag.

Í Fréttablaðinu í dag eru evrur auglýstar til sölu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta sést síðustu daga en eins og í öllum gjaldeyrisviðskiptum um þessar mundir er erfitt að fá að vita nákvæmt gengi á evrunum sem í boði eru.

Maðurinn sem auglýsti í Fréttablaðinu notast við sama fyrirkomulag og Seðlabankinn gerir þessa daganna. Gjaldeyrisuppboð. Sá sem bíður flestar krónur fær evrurnar.

Fréttastofan hringdi í evrusalan úr Fréttablaðinu og reyndi að komast að því hvað gengið er á evrunni í dag.

Niðurstaðan var að 2500 evrur eru til sölu á 500 þúsund íslenskar krónur. Gengið á evrunni er komið í 200 krónur ef marka má evrusalan í Fréttablaðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×