Innlent

Réðust inn á dekkjaverkstæði

Lögreglan hafði fyrr í dag afskipti af hópi karlmanna af erlendum uppruna á Bíldshöfða. Mennirnir réðust inn í dekkjaverkstæði á Tangarhöfða og veittust að starfsmanni verkstæðisins. Að sögn lögreglu var var mikill hiti í mönnum.

Af því að um hóp manna var að ræða sendi lögreglan fjórar lögreglubifreiðar á svæðið og stöðvaði för mannanna.

Mennirnir voru ekki handteknir í tengslum við málið en lögreglan mun þó hafa rætt við þá í þónokkra stund.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×